May ræðir við Trump í Hamborg

Theresa May ásamt Trump eftir fund þeirra í Hvíta húsinu …
Theresa May ásamt Trump eftir fund þeirra í Hvíta húsinu í janúar. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun ræða við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á hliðarlínu G20-fundarins í Hamborg sem hefst á föstudag. Þetta staðfestir fulltrúi bresku ríkisstjórnarinnar við fréttastofu AFP.

Leiðtogarnir báðir glíma við erfiðar áskoranir, þar sem May stendur frammi fyrir Brexit-ferlinu og nánir undirmenn Trumps sæta rannsóknum vegna mögulegra tengsla við Rússland.

Fundurinn mun þó líklega einkennast af umræðum um eldflaugatilraunir stjórnvalda í Norður-Kóreu, en Trump hefur sagt að þolinmæði sín sé á þrotum hvað þær varðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert