Gekk framhjá Trump (myndskeið)

Trump og Andrzej Duda takast í hendur.
Trump og Andrzej Duda takast í hendur. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti greip í tómt í dag þegar hann ætlaði að taka í höndina á Agata Kornhauser-Duda, forsetafrú Póllands. Trump og Melania Trump, eiginkona forsetans, eru í heimsókn í Póllandi áður en þau halda á fund G-20-ríkja sem fer fram í Ham­borg í Þýskalandi um helg­ina.

Trump tók í höndina á Andrzej Duda, forseta Póllands, og ætlaði því næst að taka í hönd Kornhauser-Duda. Það gekk hins vegar ekki betur en svo að pólska forsetafrúin leit fram hjá forsetanum og tók í höndina á Melaniu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert