Íranskar konur koma af stað umræðu með því að óhlýðnast slæðulögunum

Konum í Íran er skylt að bera slæðu á höfði …
Konum í Íran er skylt að bera slæðu á höfði á almannafæri. AFP

Sam­kvæmt lög­um í Íran eru bif­reiðar „op­in­ber rými“ en kon­um ber skylda til þess að bera slæðu á höfðinu á al­manna­færi. Íransk­ar kon­ur eru nú í aukn­um mæli að ögra yf­ir­völd­um með því að „bera slæðuna illa“.

Einnig eru kon­ur í aukn­um mæli að neita því að bera slæðu und­ir stýri. Þetta hef­ur komið af stað umræðu í land­inu um hvort bif­reiðar skuli telj­ast sem op­in­bert eða einka­rými en kon­um er heim­ilt að klæða sig frjáls­leg­ar ef um er að ræða einka­rými.

Kon­ur hafa sam­kvæmt lög­um þurft að bera slæðu á al­manna­færi síðan í bylt­ing­unni árið 1979. Það hef­ur reynst þraut­in þyngri fyr­ir yf­ir­völd íslamska lýðveld­is­ins að fram­fylgja slæðulög­un­um. Í höfuðborg­inni Teher­an sjást kon­ur nú í aukn­um mæli keyra um með slæðu sem hvíl­ir á öxl­un­um frek­ar en höfðinu.

Deil­ur á milli kvenna og siðgæðis­varða eru al­geng­ari yfir sum­ar­tím­ann þegar hiti fer hækk­andi. En þrátt fyr­ir að lög­regla stöðvi kon­ur sem hlýða ekki slæðulög­un­um, sekti þær eða geri jafn­vel bif­reið þeirra tíma­bundið upp­tæka, halda þær áfram að bjóða lög­un­um birg­inn.

Þetta hef­ur reitt harðlínu­menn til reiði en for­seti lands­ins, Hass­an Rou­hani, hef­ur sagt að virða beri per­sónu­leg rými fólks og and­mæl­ir her­ferð gegn kon­um sem neita að bera slæðuna.

Fjöl­miðlar í Íran forðast vana­lega að gagn­rýna slæðulög­in en deil­an um það hvað séu op­in­ber rými og hvað sé einka­rými hef­ur gert dag­blöðum og rík­is­miðlum kleift að birta grein­ar sem segja frá ólíkri af­stöðu fólks.

Guar­di­an greindi frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert