Trump vissi ekki af fundi sonar síns

Feðgarnir Donald Trump Bandaríkjaforseti og Donald Trump Jr.
Feðgarnir Donald Trump Bandaríkjaforseti og Donald Trump Jr. AFP

Don­ald Trump yngri, son­ur Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, sagði föður sín­um ekki frá fundi sem hann átti með rúss­nesk­um lög­fræðingi í kosn­inga­bar­átt­unni. Hugðist lög­fræðing­ur­inn veita hon­um upp­lýs­ing­ar sem myndu skaða Hillary Cl­int­on, en um var að ræða til­raun Rússa til að styðja við kosn­inga­bar­áttu Trumps.

Trump yngri sagði í sjón­varps­viðtali á Fox News í gær­kvöldi að fund­ur­inn hafi ekki verið merki­leg­ur, en að hann hefði átt að gera hlut­ina með öðrum hætti.

Trump yngri birti í gær tölvu­póst­sam­skipti þar sem hon­um var boðið að hitta lög­fræðing­inn, sem sagður var hafa teng­ing­ar við stjórn­völd í Kreml. Í viðtal­inu sagði hann að lög­fræðing­ur­inn hafi ekki veitt hon­um nein­ar upp­lýs­ing­ar sem væru skaðleg­ar fyr­ir Cl­int­on. „Þetta voru bara sóaðar 20 mín­út­ur, sem er synd,“ sagði hann.

Frá því Trump var kos­inn Banda­ríkja­for­seti hafa verið sögu­sagn­ir uppi um að Rúss­ar hafi reynt að spilla fyr­ir Hillary Cl­int­on. Hann hef­ur neitað því og rúss­nesk stjórn­völd sömu­leiðis, en rann­sókn stend­ur nú yfir á því hvort Rúss­ar hafi haft áhrif á kosn­ing­una.

Í yf­ir­lýs­ingu á sunnu­dag viður­kenndi Trump yngri að hafa haft áhuga á upp­lýs­ing­um sem myndu skaða Cl­int­on, en gaf ekki í skyn að hann vissi að lögmaður­inn hefði teng­ing­ar við stjórn­völd í Kreml. Að sögn heim­ild­ar­manna blaðsins gef­ur Gold­stone hins veg­ar í skyn í póst­in­um að rúss­nesk stjórn­völd hafi viljað koma upp­lýs­ing­un­um til Trumps.

Trump yngri sagði í sam­tali við New York Times í gær að lögmaður­inn, Na­talia Veselnit­skaya, hafi sagt hon­um að hún byggi yfir upp­lýs­ing­um um að ein­stak­ling­ar með tengsl við Rúss­land hafi fjár­magnað Demó­krata­flokk­inn og kosn­inga­bar­áttu Cl­int­on. Hún hef­ur neitað því að hafa haft nokkr­ar upp­lýs­ing­ar um Hillary og kveðst ekki hafa nein tengsl við Kreml.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert