Andrúmsloftið í Hvíta húsinu „frábært“

Feðgarnir Donald Trump og Donald Trump yngri.
Feðgarnir Donald Trump og Donald Trump yngri. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ir and­rúms­loftið í Hvíta hús­inu frá­bært þrátt fyr­ir um­fangs­mikla rann­sókn yf­ir­valda á því hvort Rúss­ar hafi haft af­skipti af for­seta­kosn­ing­un­um. Trump kom fram í viðtali við Reu­ters-frétta­stof­una í gær þar sem hann sagði rík­is­stjórn sína „starfa fal­lega“.

Þetta kem­ur fram í frétt breska rík­is­út­varps­ins BBC.

Trump kom elsta syni sín­um, Don­ald Trump yngri, einnig til varn­ar í viðtal­inu, en greint hef­ur verið frá því síðustu daga að hann hafi hitt rúss­nesk­an lög­fræðing í miðri kosn­inga­bar­átt­unni með það í hyggju að klekkja á Hillary Cl­int­on.

Rússneski lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya.
Rúss­neski lög­fræðing­ur­inn Na­talia Veselnit­skaya. AFP

Trump yngri hitti Na­taliu Veselnit­skaya sem sagðist geta veitt hon­um gögn sem væru skaðleg fyr­ir Cl­int­on. Hann sagði í viðtali við Fox News í vik­unni að fund­ur­inn hefði verið „al­gjör­lega ekk­ert mál“ en játaði að hann hefði átt að bregðast öðru­vísi við.

Yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um rann­saka hvort og hvernig Rúss­ar hafi haft af­skipti af for­seta­kosn­ing­un­um en frá því að Trump var kjör­inn for­seti hef­ur hann legið und­ir þung­um ásök­un­um vegna máls­ins. 

Trump seg­ist þó ekk­ert hafa vitað um fund son­ar síns við Veselnit­skaya þar til fyr­ir tveim­ur dög­um. Hann varði þó son sinn og sagði að marg­ir í sömu spor­um hefðu gert hið sama.

Trump og Pútín nái vel sam­an

Í öðru viðtali, við kristi­legu sjón­varps­stöðina CBN í gær, sagði Trump að vel færi á með þeim Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seta. For­set­arn­ir hitt­ust á leiðtoga­fundi G20-ríkj­anna í Ham­borg í síðustu viku.

„Fólk sagði oh, þeir ættu ekki að ná sam­an. En hver eru þau að segja það? Mér finnst við ná mjög, mjög vel sam­an.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert