Fjölmargir hafa gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir ummæli sem hann lét falla þegar hann hitti Birgitte Trogneux, forsetafrú Frakklands. Trump hrósaði Birgitte fyrir útlit hennar og sagði: „Þú ert í svo góðu formi.“
Trump er staddur í Frakklandi í opinberri heimsókn, en þangað kom hann í gær ásamt Melaniu Trump, forsetafrú Bandaríkjanna.
Eftir að hafa látið ummælin falla við Birgitte sneri hann sér að Emanuel Macron Frakklandsforseta og endurtók ummælin. Svo sneri hann sér aftur að Birgitte, horfði á hana og sagði: „Falleg.“
Á vef breska dagblaðsins Telegraph eru ummælin gagnrýnd og Trump sagður snerta á viðkvæmu málefni sem snýr að aldri Birgitte. Þá hefur hann víða á samfélagsmiðlum verið kallaður karlremba og ummælin sögð ógeðfelld.
Here's that awkward handshake between Trump and France's Brigitte Macron. pic.twitter.com/5Ci6lAWuV6
— Meg Wagner (@megwagner) July 13, 2017