„Fyrst og fremst munum við afhöfða svikarana,“ sagði Recep Tayyip Erdoga, forseti Tyrklands, í ræðu sem hann hélt í Istanbúl í tilefni þess að ár er liðið frá valdaránstilraun í landinu þar sem reynt var að steypa honum af stóli.
Vald forsetans hefur aukist jafnt og þétt síðastliðið ár sem hefur einkennst af mikilli ólgu. Að minnsta kosti 50 þúsund manns hafa verið handteknir að undirlagi hans. Erdogan vill jafnframt að þeir sem verði sóttir til saka vegna valdaránstilraunarinnar í fyrra verði látnir klæðast í appelsínugulum búningum líkt og þeim sem fangar Bandaríkjahers við Guantanamo flóa á Kúbu klæðast.
Í ræðunni talaði hann um dauðarefsingu sem hann vill að verði innleidd í Tyrklandi. Slíkt yrði á valdi þingsins og minntist hann þar af leiðandi á mikilvægi þingsins í því samhengi. „Við búum í landi þar sem við förum eftir gildandi lögum. Ef þau [lögin] kæmu til mín úr þinginu þá myndi ég skrifa undir þau,“ sagði Erdoga um lög um dauðarefsingu.
Erdogan hélt ræðuna á brúnni yfir Bosphorus þar sem helstu átökin brutust út í fyrra. Þúsundir fylgjendur hans voru þar samankomin til að hlýða á hann.