Konan í stutta pilsinu yfirheyrð

Konan á gangi í Sádi-Arabíu.
Konan á gangi í Sádi-Arabíu. Skjáskot/YouTube

Lög­regl­an í Sádi-Ar­ab­íu hef­ur yf­ir­heyrt konu sem sást á mynd­bandi sem birt var á net­inu klæðast míní-pilsi og stutt­um bol. Á mynd­skeiðinu mátti sá kon­una á gangi um sögu­leg­ar minj­ar í hinu íhalds­sama kon­ung­dæmi.

Mynd­bönd­in voru reynd­ar nokk­ur og tóku að birt­ast á sam­fé­lags­miðlin­um Snapchat um helg­ina. Sá sem birti mynd­bönd­in kallaði sig „Khulood fyr­ir­sæta“. 

Kon­an sést ganga um virki í Us­haiqer, skammt frá höfuðborg­inni Riya­dh. Þá sést hún leika sér í sand­in­um og sjá má vel fram­an í hana. 

Mynd­bönd­in voru svo end­ur­birt á YouTu­be og marg­ir hafa deilt þeim á öðrum sam­fé­lags­miðlum. 

Þetta fannst mörg­um mik­ill ósómi og var haft sam­band við lög­regl­una. Í fjöl­miðlum í Sádi-Ar­ab­íu er svo haft eft­ir henni að kon­an hafi verið yf­ir­heyrð og að hún hafi játað að hafa verið við virkið ásamt karl­kyns fylgd­ar­manni.

Sam­kvæmt ströng­um regl­um Sádi-Ar­ab­íu verða kon­ur að hafa meðferðis skrif­legt leyfi karl­kyns ætt­ingja, oft­ast föður, eig­in­manns eða bróður, svo þær megi stunda nám, vinna eða ferðast. 

Kon­an seg­ist ekki hafa sett mynd­bönd­in á netið og að hún hafi ekki held­ur sett þau á Snapchat.

Mál­inu hef­ur nú verið vísað til rík­is­sak­sókn­ara sem mun taka ákvörðun um hvort að kon­an verði sótt til saka. 

Borg­ar­yf­ir­völd í Riya­dh sendu frá sér minn­is­blað í gær þar sem fram kom að lög­regl­an væri að leita að konu sem hefði sést „ósæmi­lega“ til fara á gangi.

Sam­kvæmt lög­um í Sádi-Ar­ab­íu verða kon­ur að klæðast svört­um, síðum kufl­um og hylja hár sitt á al­manna­færi. Mik­il umræða hef­ur nú skap­ast inn­an lands­ins sem utan um lög­gjöf­ina. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert