Pierre de Villiers, yfirmaður franska hersins, sagði í dag af sér vegna niðurskurðaraðgerða Emmanuel Macrons Frakklandsforseta. Stutt er síðan de Villiers átti í opinberum deilum við forsetann vegna sparnaðaráætlunar Macrons í varnarmálum.
Í yfirlýsingu frá de Villiers segir að hann hafi reynt að gera franska hernum kleift að halda uppi vörnum landsins, þrátt fyrir að slíkt verði stöðugt erfiðara vegna þeirra sparnaðarkrafna sem gerðar séu.
„Við núverandi aðstæður tel ég mig ekki geta tryggt þann öfluga herafla sem ég tel nauðsynlegan til að halda uppi vörnum fyrir Frakkland og Frakka í dag og á morgun og viðhalda um leið stefnu landsins,“ sagði de Villiers.
Hann hefði því afhent Macron afsögn sína og hún verið samþykkt.