OJ Simpson fær reynslulausn

O.J. glaður á svip eftir að beiðni hans um reynslulausn …
O.J. glaður á svip eftir að beiðni hans um reynslulausn var samþykkt í dag. AFP

OJ Simpson hefur fengið reynslulausn en hann var árið 2008 dæmdur í 33 ára fangelsi fyrir að hafa rænt tveimur mönnum sem sérhæfðu sig í sölu íþróttaminjagripa og haldið þeim á hótelherbergi í Las Vegas. BBC greinir frá.

„Takk kærlega!“ sagði hinn 70 ára Simpson við nefndarmenn eftir að þeir samþykktu beiðni hans um reynslulausn. Simpson sem var á árum áður ruðningskappi losnar úr fangelsi í október.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert