Sanders verður talsmaður Hvíta hússins

Sarah Sanders og Sean Spicer.
Sarah Sanders og Sean Spicer. AFP

Sarah Huckabee Sanders hefur verið ráðin í starf fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins í kjölfar uppsagnar Sean Spicer. Anthony Scaramucci, nýráðinn samskiptastjóri Hvíta hússins, tilkynnti blaðamönnum þetta nú fyrir skömmu.

Spicer sagði upp fyrr í dag vegna óánægju með þá ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að ráða Scaramucci, fjárfesti og stuðningsmann sinn til langs tíma, í starf samskiptastjóra.

Í stuttri yfirlýsingu sem Sanders las upp fyrir blaðamennina, segir Trump: „Við höfum afrekað svo mikið en fengið viðurkenningu fyrir svo lítið.“

Sanders hefur fram til þessa starfað fyrir samskiptadeild Hvíta hússins og hefur sjálf haldið blaðamannafundi í fjarveru Spicer. Þá er hún dóttir Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóra Arkansas og forsetaframbjóðanda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert