Sanders verður talsmaður Hvíta hússins

Sarah Sanders og Sean Spicer.
Sarah Sanders og Sean Spicer. AFP

Sarah Hucka­bee Sand­ers hef­ur verið ráðin í starf fjöl­miðlafull­trúa Hvíta húss­ins í kjöl­far upp­sagn­ar Sean Spicer. Ant­hony Scaramucci, nýráðinn sam­skipta­stjóri Hvíta húss­ins, til­kynnti blaðamönn­um þetta nú fyr­ir skömmu.

Spicer sagði upp fyrr í dag vegna óánægju með þá ákvörðun Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta að ráða Scaramucci, fjár­festi og stuðnings­mann sinn til langs tíma, í starf sam­skipta­stjóra.

Í stuttri yf­ir­lýs­ingu sem Sand­ers las upp fyr­ir blaðamenn­ina, seg­ir Trump: „Við höf­um af­rekað svo mikið en fengið viður­kenn­ingu fyr­ir svo lítið.“

Sand­ers hef­ur fram til þessa starfað fyr­ir sam­skipta­deild Hvíta húss­ins og hef­ur sjálf haldið blaðamanna­fundi í fjar­veru Spicer. Þá er hún dótt­ir Mike Hucka­bee, fyrr­ver­andi rík­is­stjóra Ark­ans­as og for­setafram­bjóðanda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert