Sean Spicer búinn að segja upp

Sean Spicer er búinn að segja upp starfi sínu í …
Sean Spicer er búinn að segja upp starfi sínu í Hvíta húsinu. AFP

Sean Spicer, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði upp í morgun. Sagðist hann ákaflega ósáttur við ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um ráðningu bankamannsins Anthony Scaramucci í stöðu samskiptastjóra Hvíta hússins. 

Eftir að Trump bauð Scaramucci stöðuna óskaði hann eftir því við Spicer að hann yrði áfram en Spicer sagði að ráðningin væri mikil mistök.

New York Times greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka