Orban kemur Pólverjum til varnar

Viktor Orban hefur verið þyrnir í augum Evrópusambandsins.
Viktor Orban hefur verið þyrnir í augum Evrópusambandsins. AFP

Vikt­or Or­ban, for­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands, hef­ur heitið því að koma Pól­verj­um til varn­ar gegn íhlut­un Evr­ópu­sam­bands­ins í dóms­mál­um Pól­lands sem á yfir höfði sér þving­an­ir af hálfu sam­bands­ins. 

„Það er í hag Evr­óp­ur og í anda vina­banda Pól­lands og Ung­verja­lands að her­ferðin gegn Póllandi gangi ekki eft­ir [...] Ung­verj­ar munu beita öll­um mögu­leg­um laga­úr­ræðum til þess að sýna sam­stöðu með Pól­verj­um.“

Þessi um­mæli eru höfð eft­ir Or­ban í ræðu sem hann flutti við há­skóla í Aust­ur-Sjö­borgalandi (Tran­sylvan­íu) í Rúm­en­íu þar sem finna má ung­versk­an minni­hluta­hóp. Meðal áheyr­enda voru hátt­sett­ir emb­ætt­is­menn frá Póllandi. 

Öld­unga­deild pólska þings­ins hef­ur samþykkt um­deild lög á sem fela í sér að all­ir nú­ver­andi dóm­ar­ar verði sett­ir af og að dóms­málaráðherra velji í þeirra stað.

Íhalds­flokk­ur­inn Lög og rétt­læti seg­ir að um­bæt­urn­ar séu nauðsyn­leg­ar til þess að minnka spill­ingu og auka skil­virkni dóms­kerf­is­ins. Evr­ópu­sam­bandið hef­ur á móti varað við að þær séu ógn við rétt­ar­ríkið. 

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hótaði Pól­verj­um í vik­unni að svipta þá at­kvæðis­rétti í sam­band­inu ef ekki yrði látið af áformun­um. Hins veg­ar gætu Ung­verj­ar komið í veg fyr­ir þess­ar aðgerðir. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka