Sendi blaðamönnum fingurkoss

Anthony Scaramucci sem tók í gær við stöðu samskiptastjóra Hvíta hússins sendi fjölmiðlamönnum fingurkoss á fyrsta blaðamannafundinum sem hann hélt í gærkvöldi. Þykir það benda til þess að nálgun hans í starfi verði önnur en forvera hans, Sean Spicer, sem var mjög umdeildur, m.a. fyrir hortugheit sín í garð blaðamanna.

Bankamaðurinn Scaramucci var áður opinberlega stuðningsmaður Baracks Obama og því þótti mörgum val Donald Trumps Bandaríkjaforseta á eftirmanni Spicer koma á óvart. Hann hafði m.a. gagnrýnt Trump harðlega og kallaðan hann illum nöfnum. Hann tók því uppá því á fundinum í gær að biðja forsetann afsökunar á ummælum sínum. 

Fyrsti blaðamannafundurinn stóð í 37 mínútur og á honum sló Scaramucci nokkrum sinnum á létta strengi.

Scaramucci sendi blaðamönnum fingurkoss.
Scaramucci sendi blaðamönnum fingurkoss. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert