Lögmaður Donalds Trumps segir að lögfræðiteymi forsetans sé ekki að leita leiða til þess að hann geti náðað sjálfan sig. Þessu er greint frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC.
„Ég veit ekki hvaðan þetta kemur, það er ekkert að náða,“ sagði Jay Sekulow. „Ég hef ekki rannsakað málið vegna þess að þetta er ekki mál í sjálfu sér.“
Hann bætti við að heimild forseta til þess að náð sjálfan sig væri enn álitamál en Trump skrifaði á Twitter-reikningi sínum í gær að hann hefði „fullt vald“ til að veita náðun.
Fyrr í vikunni greindi The Washington Post frá því að Trump hefði spurst fyrir um möguleikann á því að náða sjálfan sig, fjölskyldu sína eða aðstoðarmenn í tengslum við rannsókn á íhlutun rússneskra yfirvalda í forsetakosningunum á síðasta ári.
While all agree the U. S. President has the complete power to pardon, why think of that when only crime so far is LEAKS against us.FAKE NEWS
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 22, 2017