Þingið ræðir afnám Obamacare

Donald Trump Bandaríkjaforseti með meint „fórnarlömb“ Obamacare í bakgrunninum. Forsetinn …
Donald Trump Bandaríkjaforseti með meint „fórnarlömb“ Obamacare í bakgrunninum. Forsetinn varaði þingmenn repúblikana við afleiðingum þess að nýtt heilbrigðisfrumvarp hans fengi ekki afgreiðslu á þingi. AFP

Umræða er nú hafin á Bandaríkjaþingi um nýtt heilbrigðisfrumvarp Donald Trumps Bandaríkjaforseta. Fyrr í dag hafði þingheimur greitt atkvæði um það hvort frumvarpið yrði tekið til afgreiðslu og þykir nokkur sigur fyrir forsetann að frumvarpið fáist nú rætt. Greint var frá því í síðustu viku að frumvarpið nyti ekki stuðnings nógu margra þingmanna Repúblikanaflokksins.

Segir BBC nokkra þingmenn Repúblikanaflokksins, sem áður höfðu lýst sig andvíga frumvarpinu, hafa skipt um skoðun á síðustu stundu og kosið með því að frumvarpið yrði tekið til afgreiðslu.

Fyrri tilraunir Trump til að afnema Obamacare, heilbrigðisstefnu forvera síns, hafa ekki gengið vel. Eitt af kosningaloforðum hans var að Obamacare skyldi víkja.

Áður en atkvæðagreiðsla hófst varaði forsetinn þingmenn repúblikana við afleiðingum þess að frumvarpið kæmist ekki í gegn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka