Umfjöllun fjölmiðla einhliða

Samkvæmt skýrsluhöfundum fjölluðu fjölmiðlar ekki um „allir velkomnir“-stefnu Angelu Merkel …
Samkvæmt skýrsluhöfundum fjölluðu fjölmiðlar ekki um „allir velkomnir“-stefnu Angelu Merkel með gagnrýnum hætti. AFP

Þýsk­ir fjöl­miðlar voru ekki nægj­an­lega gagn­rýn­ir í um­fjöll­un sinni um flótta­manna­vand­ann árið 2015, sam­kvæmt nýrri skýrslu. Í henni seg­ir m.a. að fjöl­miðlar fjölluðu ekki um stefnu Ang­elu Merkel kansl­ara með gagn­rýn­um hætti, né gáfu þeir lög­mæt­um áhyggj­um venju­legs fólks vegna hins um­fangs­mikla aðflutn­ings gaum. 

Í skýrsl­unni, sem sam­in var fyr­ir Otto Brenner Stift­ung und­ir for­ystu Michael Haller, fyrr­ver­andi rit­stjóra hjá Die Zeit, seg­ir að fram eft­ir ári 2015 hafi fáar rit­stjórn­ar­grein­ar tekið á áhyggj­um, ótta og and­stöðu vax­andi fjölda fólks. Í þau skipti sem það gerðist hefði um­fjöll­un­in verið full fyr­ir­litn­ing­ar.

Blöðin hefðu ekki gert til­raun til að greina á milli öfga­manna og venju­legs fólks sem væri ugg­andi vegna óhefts aðflutn­ings flótta­fólks. Þá hefðu blaðamenn, í stað þess að stunda gagn­rýna blaðamennsku, ein­fald­lega hampað af­stöðu hinn­ar póli­tísku elítu.

Skýrslu­höf­und­ar kom­ast að þeirri niður­stöðu að um­fjöll­un fjöl­miðla hafi stuðlað að því að mynda gjá milli ólíkra hópa á hinu póli­tíska lit­rófi og orðið til þess að draga úr trausti fólks á fjöl­miðlum. Sam­kvæmt ný­legri könn­un Mainz-há­skóla sögðust 55% aðspurðra upp­lifa að fjöl­miðlar lygju að þeim kerf­is­bundið.

Rann­sókn Haller náði m.a. til Süddeutsche Zeit­ung, Frankfur­t­er All­gemeine Zeit­ung og Die Welt en í skýrsl­unni seg­ir að ekki hafi kveðið við nýj­an tón fyrr en í kjöl­far kyn­ferðis­árása á kon­ur í Köln á gaml­árs­kvöld 2015. Árás­ar­menn­irn­ir voru flest­ir frá Norður-Afr­íku.

Fin­ancial Times sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert