Sænska stjórnin fallin?

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, er sagður í þröngri stöðu. Annað …
Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, er sagður í þröngri stöðu. Annað hvort boði hann til nýrra kosn­inga, eða þá að hann víki ráð­herrum sínum úr emb­ætt­i. AFP

Talið er mögulegt að Stefan Löf­ven, for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, muni segja af sér ásamt rík­is­stjórn sinni í kjöl­far þess að stjórn­ar­and­stað­an lagði fram vantrauststillögu gegn þremur ráð­herrum stjórnarinnar vegna upplýsingaleka.

Rík­is­stjórnin hefur boðað til blaða­manna­fundar í fyrra­mál­ið, en fyrr í dag funduðu ráðherrar í stjórnarráðinu fyrir luktum dyrum. Sænska ríkisútvarpið SVT segir Löfven eiga fáa kosti í stöð­unni, annaðhvort boði hann til nýrra kosn­inga, eða þá víki hann ráð­herrum sínum úr emb­ætt­i. 

Stjórn­ar­and­staðan lýsti fyrr í dag yfir van­trausti á þau Peter Hultqvist varn­ar­mála­ráð­herra, And­ers Ygemann inn­an­rík­is­ráð­herra og Önnu Johans­son, ráðherra inn­við­a, eftir að í ljós kom að Sam­göngu­stofa Sví­þjóð­ar, sem heyrir undir inn­við­a­ráðu­neyt­ið, hafði lekið per­sónu­upp­lýs­ingum og hern­að­ar­leynd­ar­málum til erlendra verk­taka.

Það eru þó við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar við lek­anum, frekar en lekinn sjálfur, sem vakið hafa gagnrýnina, en fjölda ráð­herra var kunnugt um hann án þess að að­haf­ast neitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert