Felldu tillögu um afnám Obamacare

Donald Trump vill afnema Obamacare. Það hefur gengið brösulega.
Donald Trump vill afnema Obamacare. Það hefur gengið brösulega. AFP

Öld­unga­deild Banda­ríkjaþings hef­ur komið í veg fyr­ir til­lögu re­públi­kana um að af­nema Obamacare, heil­brigðis­lög­gjöf Baracks Obama fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, án þess að ný lög­gjöf komi í staðinn. At­kvæðagreiðsla um til­lög­una fór á þann veg að 45 öld­unga­deild­arþing­menn greiddu at­kvæði með en 55 á móti.

At­kvæðagreiðslan fór fram aðeins degi eft­ir að öld­unga­deild­in hafnaði áform­um re­públi­kana um að draga til baka lög­gjöf­ina með nýj­um lög­um sem kæmu í staðinn. 

Fyrri til­raun­ir Trumps til að af­nema Obamacare hafa ekki gengið vel en eitt af kosn­ingalof­orðum hans var að Obamacare skyldi víkja. Þetta er í annað sinn í þess­ari viku sem þing­inu tekst að hindra áform re­públi­kana um að af­nema Obamacare með nýju frum­varpi.

Áformin hafa verið um­deild inn­an Re­públi­kana­flokks­ins en þing­menn munu nú hugs­an­lega skoða létt­væg­ari leið til af­náms Obamacare sem ekki næði til um­deild­ustu ákvæða lag­anna. Með létt­væg­ari leiðinni yrðu ein­hver óvin­sælli ákvæði lag­anna af­num­in, að því er BBC grein­ir frá.

Sjö þing­menn Re­públi­kana­flokks­ins greiddu í gær at­kvæði gegn til­lög­unni um að af­nema Obamacare án þess að ný stefna komi í staðin. Þá voru áform re­públi­kana um nýtt frum­varp, sem hef­ur verið í und­ir­bún­ingi und­an­farna tvo mánuði og kæmi í stað Obamacare, felld á þriðju­dag þegar níu re­públi­kan­ar greiddu at­kvæði gegn því. Féll sú til­laga með 57 at­kvæðum gegn 43.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur hvatt öld­unga­deild­arþing­menn til að standa sam­an og styðja áform sín um af­nám Obamacare. Hann hef­ur jafn­framt lýst yfir óánægju sinni með skipt­ar skoðanir meðal re­públi­kana vegna máls­ins.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka