Einn látinn eftir árás í Hamborg

Lögreglan í Hamborg biður almenning að halda sig fjarri versluninni.
Lögreglan í Hamborg biður almenning að halda sig fjarri versluninni. AFP

Að sögn lögreglu í Þýskalandi er einn látinn og nokkrir særðir eftir árás sem gerð var í stórmarkaði í Hamborg fyrir skömmu.

Á Twitter-reikningi lögreglunnar segir að einn grunaður hafi verið handtekinn en of snemmt sé að segja til um hvað viðkomandi gekk til. Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að fólk sem statt var í versluninni hafi orðið fyrir stunguárás og birti mynd af manni, útötuðum í blóði, sem sagður er vera árásarmaðurinn.

Árásin átti sér stað á horni Fuhlsbüttler-götu og Hermann-Kauffmann-götu í Hamborg samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Almenningur er beðinn um að halda sig fjarri svæðinu. Þá segir vitni að atburðurinn hafi átt sér stað í einni verslun Edeka-keðjunnar, einnar stærstu verslunarkeðju í Þýskalandi.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert