Trump lætur Priebus taka pokann sinn

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert John Kelly að nýjum starfsmannastjóra …
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert John Kelly að nýjum starfsmannastjóra í Hvíta húsinu. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur skipað John Kelly, ráðherra heima­varna­mála, nýj­an starfs­manna­stjóra Hvíta húss­ins. Kelly tek­ur þar með við af Reince Priebus, sem Trump virðist þar með bú­inn að reka úr starfi.

Líkt og oft áður nýtti Trump sér sam­skiptamiðil­inn Twitter til að kynna manna­skipt­in.

Priebus hef­ur verið und­ir mikl­um þrýst­ingi und­an­farið og hef­ur nýr sam­skipta­stjóri Hvíta húss­ins, Ant­hony Scaramucci, m.a. ít­rekað gefið í skyn að Priebus beri ábyrgð á upp­lýs­ingaleka úr Hvíta hús­inu.

Trump sendi frá sér röð Twitter-skila­boða nú í kvöld, þar sem hann lof­ar Kelly í há­stert sem „frá­bær­an Bana­ríkja­mann“ og „frá­bær­an leiðtoga“.

„John hef­ur unnið stór­kost­legt starf í heima­varn­aráðuneyt­inu. Hann hef­ur verið sönn stjarna í stjórn minni,“ sagði for­set­inn.

Í þriðju Twitter-skila­boðunum lofaði hann Priebus. „Mig lang­ar að þakka Reince Priebus fyr­ir störf sín og holl­ustu við þjóðina. Við kom­um miklu í verk sam­an og ég er stolt­ur af hon­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert