Átta ára kleif Kilimanjaro

Roxy Getter er aðeins átta ára en hefur nú klifið …
Roxy Getter er aðeins átta ára en hefur nú klifið hæsta tind Afríku.

Hin átta ára gamla Roxy Getter frá Flórída hef­ur klifið hæsta fjall Afr­íku og er því yngsta stúlk­an til að vinna slíkt af­rek.

Fjallið Kilimanjaro er í Tans­an­íu og er 5.895 metra hátt.

Roxy litla var á ferðalagi með fjöl­skyldu sinni í Afr­íku ný­verið og gekk fjöl­skyld­an sam­an á tind Kilimanjaro.

„Fyrsti dag­ur­inn var einn af þeim erfiðari, hann var næst erfiðast­ur,“ seg­ir Roxy um fjall­göng­una. „Maður varð að fara upp og niður og svo aft­ur upp og niður.“

Fjöl­skyld­an tjaldaði á fjall­inu og er þetta fyrsta tjaldúti­lega henn­ar. Áður en lagt var af stað til Afr­íku hafði fjöl­skyld­an æft sig heima í Flórída með því að hlaupa upp og niður stiga.

Þegar hóp­ur­inn kom á tind Kilimanjaro var þar aðeins um 7 stiga hiti sem er mun lægra en Getter-fjöl­skyld­an á að venj­ast heima í Flórída.

Móðir Roxy­ar seg­ir að hún hafi verið mjög dug­leg í fjall­göng­unni. Hún hafi ekki kvartað. „Það voru börn­in sem héldu okk­ur við efnið með sínu já­kvæða hug­ar­fari.“

Grein BBC um málið.


 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka