Afdrifaríkur dómínó-leikur Donalds Trump

Anthony Scaramucci, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, á leið upp í …
Anthony Scaramucci, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, á leið upp í forsetaflugvélina, Air Force One, fyrir helgi. AFP

Sama fólk og hvatti til þess að Ant­hony Scaramucci yrði ráðinn sam­skipta­stjóri Hvíta húss­ins fyr­ir nokkr­um dög­um varð til þess að hann var rek­inn úr starfi í gær, sama dag og nýr starfs­manna­stjóri tók við embætti.

Fjöl­miðlar vest­an­hafs segj­ast hafa heim­ild­ir fyr­ir því að um­mæli sem Scaramucci lét falla í viðtali við The New Yor­ker í síðustu viku hafi gert það að verk­um að hann naut ekki leng­ur trausts for­set­ans. Í viðtal­inu sagði hann hluti sem fóru til að mynda veru­lega fyr­ir brjóstið á for­setafrúnni, Mel­aniu Trump, og einnig Ivönku Trump, dótt­ur for­set­ans, sem hafði áður stutt Scaramucci í embættið.

Í gær tók John Kelly, fyrr­ver­andi hers­höfðingi í banda­ríska land­gönguliðinu, við embætti starfs­manna­stjóra Hvíta húss­ins en starfið er eitt það valda­mesta í starfsliði Banda­ríkja­for­seta hverju sinni. Heim­ild­ir NBC herma m.a. að  bæði Ivanka Trump, dótt­ir Don­alds Trump, og eig­inmaður henn­ar, Jared Kus­hner, hafi stutt Kelly í þeirri ákvörðun sinni að segja Scaramucci upp störf­um. Hjón­in eru meðal nán­ustu ráðgjafa for­set­ans.

Ekki hafði fyrr verið tilkynnt um ráðningu Anthony Scaramucci (t.v.) …
Ekki hafði fyrr verið til­kynnt um ráðningu Ant­hony Scaramucci (t.v.) en blaðafull­trúi Hvíta húss­ins Sean Spicer lét af störf­um. AFP

Heim­ild­ir herma að Scaramucci hafi litið stórt á sig allt frá því að hann tók við starf­inu fyr­ir aðeins 12 dög­um. Hann hafi of­metið það traust sem for­set­inn bæri til hans og talið sig geta gert nán­ast það sem hon­um sýnd­ist án þess að for­set­an­um mis­líkaði. En annað átti eft­ir að koma á dag­inn.

Eft­ir að viðtalið í The New Yor­ker var birt og hafði vakið hörð viðbrögð var Scaramucci enn full­ur sjálfs­trausts og sagði al­veg fram á sunnu­dags­kvöld, m.a. í viðtali við MSNBC, að hann teldi að málið væri storm­ur í vatns­glasi sem myndi hverfa fljótt.

En þar mis­reiknaði Scaramucci sig herfi­lega því strax á mánu­dags­morg­un, er John Kelly tók við starfi starfs­manna­stjóra, lét hann það verða sitt fyrsta verk að reka Scaramucci. Í yf­ir­lýs­ingu frá Hvíta hús­inu var þó sagt að Scaramucci hefði sagt upp sjálf­ur. Hann hefði viljað gefa Kelly vinnufrið. Scaramucci var aðeins tíu daga í starfi sam­skipta­stjóra og slær þar með met: Eng­inn hef­ur áður sinnt því starfi jafn stutt.

Í viðtal­inu við New Yor­ker lét Scaramucci blóts­yrðin fjúka ít­rekað og sagði óhikað skoðun sína á ýms­um nú­ver­andi og fyrr­ver­andi sam­starfs­mönn­um Trumps. Þó að Trump sé sjálf­ur þekkt­ur fyr­ir að kalla ekki allt ömmu sína í þeim efn­um fóru um­mæli sam­skipta­stjór­ans veru­lega fyr­ir brjóstið á ætt­ingj­um og sam­starfs­fólki hans. Í frétt New York Times seg­ir að Trump og fjöl­skylda hans hafi því lagt bless­un sína yfir brottrekst­ur­inn.

Anthony Scaramucci (fyrir miðju) lét gamminn geisa um starfsmennn Trumps, …
Ant­hony Scaramucci (fyr­ir miðju) lét gamm­inn geisa um starfs­mennn Trumps, m.a. Steve Bannon (t.v.) og Reince Priebus, þáver­andi starfs­manna­stjóra. AFP

Sarah Sand­ers, blaðafull­trúi Hvíta húss­ins, sagði á blaðamanna­fundi í gær að for­set­an­um hefði þótt um­mæli Scaramucci óviðeig­andi fyr­ir mann í hans stöðu. Hann hafi ekki viljað íþyngja Kelly með því að hafa sam­skipta­stjór­ann sér við hlið.

Verðbréfa­brask­ar­inn og auðmaður­inn Scaramucci gaf ákveðinn tón er hann hélt sinn fyrsta blaðamanna­fund í Hvíta hús­inu fyr­ir rúmri viku. Hann virt­ist ætla að nálg­ast blaðamenn­ina á ann­an hátt en fyr­ir­renn­ar­ar hans í starfi og sendi þeim m.a. fing­ur­koss er hann sleit fund­in­um. Með um­mæl­um sín­um síðar varð Scaramucci svo til þess að bæði Sean Spicer, blaðafull­trúi, og Reince Priebus, starfs­manna­stjóri, létu af störf­um. Sagði hann Priebus vera brjálæðing sem hefði lekið viðkvæm­um upp­lýs­ing­um í fjöl­miðla.

Starfs­manna­stjóri Hvíta húss­ins ber mikla ábyrgð og hef­ur stóru hlut­verki að gegna. Hann á meðal ann­ars að sjá til þess að eng­ar óþægi­leg­ar upp­lýs­ing­ar leki í fjöl­miðla. John Kelly stóð þegar í gær frammi fyr­ir slíku vanda­máli og lek­inn snéri að hon­um sjálf­um. Sam­kvæmt heim­ild­um er því haldið fram að Kelly, sem áður gegndi starfi heima­varn­ar­ráðherra í stjórn Trumps, hefði verið miður sín er for­set­inn rak James B. Comey, for­stjóra al­rík­is­lög­regl­unn­ar, FBI. Á hann að hafa hringt í Comey og sagst vera að íhuga að segja af sér vegna máls­ins.

John Kelly hefur verið ráðinn starfsmannastjóri Hvíta hússins.
John Kelly hef­ur verið ráðinn starfs­manna­stjóri Hvíta húss­ins. AFP

Sam­kvæmt frétt New York Times hélt Kelly fund með starfs­fólki Hvíta húss­ins strax í gær og sagðist hafa heim­ild for­set­ans til þess að koma á aga í hús­inu og geta rekið og ráðið í stöður eft­ir því sem hann teldi þurfa.

Hann hef­ur reynsl­una úr hern­um og er sagður ætla að nota hana óspart í sínu starfi.

Nú er þess beðið með eft­ir­vænt­ingu hver mun fylla skarð Scaramucc­is. Don­ald Trump hef­ur fellt enn einn dómínó-kubb­inn og þeim leik er ekki enn lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert