Tvö og hálft ár vegna sjálfsvígs

Dómari í Massachussetts hefur dæmt hina tvítugu Michelle Carter í tveggja og hálfs árs fangelsi, þar af fimmtán mánuði óskilorðsbundið, fyrir að hvetja kærastann sinn Conrad Roy III til sjálfsvígs með smáskilaboðum.

Carter átti yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi vegna aðildar sinnar að dauða Roy.

Fyr­ir þrem­ur árum fannst Roy lát­inn í bíl sín­um á bíla­stæði við versl­un í Fair­haven í Massachusetts-ríki. Dán­ar­or­sök­in var kolt­ví­sýr­ingseitrun. Cart­er hafði sent Roy hundruð skila­boða þar sem hún hvatti hann til að fremja sjálfsvíg. 

„Þetta er rétti tím­inn og þú ert til­bú­inn... gerðu það bara ást­in,“ skrifaði Cart­er meðal ann­ars í skila­boðum sem hún sendi Roy sama dag og hann framdi sjálfsvígið. „Ég elska þig. Dreptu þig,“ skrifaði hún jafn­framt.

Michelle Carter og Conrad Roy.
Michelle Carter og Conrad Roy. Mynd/Skjáskot af vef The Telegraph
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert