Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að samskiptin á milli bandalagsins og Rússlands hafi versnað mikið og að þau hafi ekki verið eins slæm síðan í kalda stríðinu.
„Ég tel rétt að segja samskipti NATO við Rússlands séu erfiðari en þau hafa verið allar götur síðan kalda stríðinu lauk,“ sagði Stoltenberg í samtali við CNN.
Stutt er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að samskipti bandarískra stjórnvalda og Rússlands séu „hættulega slæm“.