Versnandi samskipti NATO og Rússlands

Jens Stoltenberg, framkvæmtastjóri NATO.
Jens Stoltenberg, framkvæmtastjóri NATO. AFP

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að samskiptin á milli bandalagsins og Rússlands hafi versnað mikið og að þau hafi ekki verið eins slæm síðan í kalda stríðinu.

„Ég tel rétt að segja samskipti NATO við Rússlands séu erfiðari en þau hafa verið allar götur síðan kalda stríðinu lauk,“ sagði Stoltenberg í samtali við CNN.

Stutt er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að samskipti bandarískra stjórnvalda og Rússlands séu „hættulega slæm“.

Vladimir Putin, forseti Rússlands, ásamt Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra landsins.
Vladimir Putin, forseti Rússlands, ásamt Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra landsins. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert