„Hataðasti maður Bandaríkjanna“ fundinn sekur

Martin Shkreli gengur út úr dómshúsi í dag eftir að …
Martin Shkreli gengur út úr dómshúsi í dag eftir að hafa verið fundinn sekur um fjársvik, en sýknaður af alvarlegum ákærum um samsæri. AFP

Kviðdóm­ur hef­ur dæmt fyrr­ver­andi vog­un­ar­sjóðsstjóra og for­stjóra lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Tur­ing Pharmaceuticals, Mart­in Shkrel­is, sek­an fyr­ir stór­felld fjár­svik. Hann var hins veg­ar sýknaður af al­var­leg­ustu ákæru­liðunum um sam­særi með að hafa sett upp svika­myllu fyr­ir fjár­festa. 

Shkreli komst í frétt­irn­ar þegar hann keypti rétt­inn á al­næm­is­lyf­inu Daraprim og hækkaði verðið fimm­tíufalt í einni svip­an. Síðan þá hef­ur hann verið þekkt­ur sem „hataðasti maður Banda­ríkj­anna.“

Shkreli var ánægður með niður­stöðuna þegar hann ræddi við fjöl­miðla eft­ir dóms­upp­kvaðning­una í dag. Sagði hann að um væri að ræða norna­veiðar af hálfu ákæru­valds­ins og þó þeir hafi fundið eitt eða tvö atriði sem væru smá­vægi­leg væri hann sýknaður af því al­var­leg­asta.

Ef Shkreli hefði verið fund­inn sek­ur um að hafa stolið 11 millj­ón­um dala af hluta­bréf­um í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Retrophin, sem hann stofnaði áður, til að greiða fjár­fest­um sem höfðu tapað fjár­mun­um hjá vog­un­ar­sjóðinum sem Shkreli stjórnaði, hefði hann getað átt yfir höfði sér allt að 20 ára fang­elsi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka