Vilja leggja niður Al Jazeera

Benjamin Netanyahu er ekki hlýtt til Al Jazeera.
Benjamin Netanyahu er ekki hlýtt til Al Jazeera. AFP

Stjórnvöld í Ísrael vilja leggja niður starfsemi fjölmiðlafyrirtækisins Al Jazeera í landinu en samskiptamálaráðherra Ísrael segir Al Jazeera styðja við bakið á hryðjuverkastarfsemi. 

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá málinu. 

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra hefur nýlega sakað fjölmiðilinn um að hafa ýtt undir óreirðir á Musterishæðinni, sem er heilagur staður í gyðingatrú, en þar voru tveir lögreglumenn myrtir í mótmælum Palestínumanna. 

Síðla júlí hét Netanyahu því að gera fjölmiðilinn brottlægan úr landinu vegna umfjöllunar fréttamanna um málið. 

Ayoub Kara samskiptamálaráðherra segir að dreifingarfyrirtæki sjónvarpsefnis hafi samþykkt að taka sjónvarpsstöðvar Al Jazeera úr útsendingu en til þess að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins í Jerúsalem þurfi lagasetningu. 

Al Jazeera, sem er fjármagnað af stjórnvöldum í Katar, hefur átt undir högg að sækja síðustu mánuði og hefur skrifstofum þess verið lokað í bæði Jórdaníu og Sádí-Arabíu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert