Flýja skelfinguna í Raqqa

Sawsan Karapetyan og fjölskylda hennar hafa árum saman búið við ótta enda ein af fáum kristnum íbúum Raqqa, helsta vígi vígasamtakanna Ríki íslams í Sýrlandi. Í gær tókst þeim að flýja.

Að næturlagi lagði Karapeyan, sem er 45 ára gömul, af stað fótgangandi frá borginni ásamt sex öðrum úr fjölskyldunni. Fjölskyldan er ættuð frá Armeníu. Þeim var bjargað af hermönnum sem taka þátt í stríðinu við liðsmenn Ríkis íslams við Raqqa. Hermennirnir fóru með þau í öryggið í úthverfi Raqqa, Jazra. 

Sawsan Karapetyan tók talnabandið með á flóttanum úr heimaborginni.
Sawsan Karapetyan tók talnabandið með á flóttanum úr heimaborginni. AFP

„Ég vildi ekki fara en sprengjugnýrinn var slíkur að við flúðum,“ segir Karapetyan. Hún hefur ekki skipt um föt og er enn klædd í svart að skipan Ríkis íslams. Líkt og þúsundir annarra Sýrlendinga sem hafa flúið undan yfirráðum vígasamtakanna flúðu þau nánast allslaus. En sumt gat Karapetyan ekki skilið eftir. Því talnabandið var með í för sem og páfagaukarnir hennar. Annað segist hún hafa skilið eftir. 

Hersveitirnar sem berjast gegn Ríki íslams hafa náð rúmlega helmingi borgarinnar á sitt vald á þeim tveimur mánuðum sem bardagarnir hafa geisað.

AFP

Þúsundir Armena og kristinna Sýrlendinga bjuggu í Raqqa fyrir stríð en flestir íbúanna eru súnní-múslímar. Armenar í Sýrlandi eru afkomendur þeirra sem flúðu fjöldamorðin í Anatolia í fyrri heimstyrjöldinni. Armenar segja að um þjóðarmorð hafi verið að ræða en því neita Tyrkir. 

Þegar Ríki íslams náði Raqqa á sitt vald árið 2014 flúðu flestir kristinna íbúa borgarinnar sem og kúrdar sem þar bjuggu. 

Þar sem Ríki íslam ræður ríkjum er kristnum gert að annað hvort að skipta um trú og greiða sérstakan jizya-skatt eða að öðrum kosti eiga yfir höfði sér að vera teknir af lífi nái þeir ekki að flýja.

AFP

Karapetyan segir að vígasveitirnar hafi kveikt í kirkjum, sálmabókum og eins hafi verið kveikt í trúarlíkneskjum kristinna. Meðal annars hafi heimsfrægar kaþólskar kirkjur verið eyðilagðar. 

Talið er að um tvö þúsund liðsmenn Ríkis íslams séu enn í Raqqa og að milli 20-50 þúsund borgararbúar séu þar enn. Tugir almennra borgara létust í loftárásum Bandaríkjaríkjahers og bandamanna á Raqqa í gær. 

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert