Kenyatta endurkjörinn forseti Kenía

Uhuru Kenyatta á kjörstað.
Uhuru Kenyatta á kjörstað. AFP

Uhuru Kenyatta verður áfram forseti Kenía eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningunum þar í landi.

Kenyatta vann með 54,27% atkvæða á móti 44,74% sem mótherji hans Raila Odinga hlaut.

„Eftir að hafa fylgt öllum lagaskilyrðum lýsi ég yfir að Uhuru Kenyatta hefur verið kjörinn forseti,“ sagði formaður kjörstjórnar, Wafula Chebukati.

Miklar óeirðir hafa verið í Kenía vegna kosninganna eftir að Odinga hélt því fram að átti hefði verið við niðurstöðurnar.

Kenyatta sagði eftir sigurinn að engin þörf væri á ofbeldi af hálfu andstæðinga hans vegna úrslita kosninganna.

Raila Odinga.
Raila Odinga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert