Neyðarástand vegna ofneyslu

AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að ópíata-krísan sem ríki í Bandaríkjunum jafnist á við þjóðarneyðarástands og segir að gripið verði til aðgerða til þess að takast á við ástandið.

Ópíöt eru lyf sem eru annaðhvort unnin úr ópíumi eða hafa svipaða efnafræðilega byggingu og virkni og slík lyf, segir á Vísindavef Háskóla Íslands.

Meðal ópíata teljast meðal annars morfín, heróín, kódín, metadón og petidín. Þau hafa áhrif á heila og miðtaugakerfi, til dæmis hafa þau öflug verkjastillandi áhrif og valda syfju, sljóleika og sælutilfinningu.

 Ópíöt eru mjög vanabindandi og fólk sem hættir neyslu þeirra eftir að vera orðið háð þeim finnur fyrir sterkum fráhvarfseinkennum. Þetta á sérstaklega við um sterkari ópíöt á borð við heróín og morfín. 

„Ópíatakrísan er neyðarástand,“ sagði Trump þegar hann ræddi við fréttamenn á sveitasetri sínu í New Jersey í gær.

Hann segir að mikil vinna og mikið fé verði sett í að vinna bug á krísunni. Um alvarlegt vandamál sé að ræða og mun alvarlegra en það sem þjóðin hefur áður þurft að glíma við. Fyrr í vikunni áttiTrump fund með sérfræðingum á þessu sviði til þess að ræða vandamál sem fylgja slíkri fíkn. 

OxyCotin.
OxyCotin. AFP

Dauði 60 þúsund Bandaríkjamanna í fyrra er rakinn til ofneyslu á lyfseðlisskyldum verkjalyfjum og heróíni. Það er 19% fleiri en árið á undan, samkvæmt grein sem birt var nýlega í New York Times.

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions, segir að bandaríska þjóðin hafi aldrei staðið frammi fyrir slíkum fjölda dauðsfalla sem rekja má til ofneyslu á vanabindandi efnum. Dómsmálaráðuneytið setti nýverið á laggirnar nýja deild sem einbeitir sér að misferli og misnotkun á ópíóðum (Opioid Fraud and Abuse Detection Unit).
Talið er að tvær til þrjár milljónir Bandaríkjamanna séu háðir lyfseðilsskyldum verkjalyfjum og heróíni. Á hverjum degi deyja 90 manns í Bandaríkjunum úr ofneyslu á verkjalyfjum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert