Að minnsta kosti einn er látinn eftir að til átaka kom í mótmælum í Charlottesville í Virginíu, á milli þjóðernissinna og þeirra sem þangað mættu til að mótmæla þeim.
„Ég er harmi sleginn eftir að líf hefur tapast hér,“ skrifar borgarstjórinn Mike Signer á Twitter. „Ég hvet alla góðviljaða - farið heim.“
Tilkynning borgarstjórans kemur í kjölfar þess að bíl var ekið inn í hóp fólks í miðjum mótmælunum, eftir að átök höfðu brotist út í þessari friðsælu borg og ríkisstjórinn lýst yfir neyðarástandi.
Fréttir mbl.is:
Bifreið ekið á fólk í Virginíu
Neyðarástandi lýst yfir í Virginíu