Fólk innan veggja Hvíta hússins vinnur að því að henda Donald Trump Bandaríkjaforseta þaðan út. Þetta segir Anthony Scaramucci, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, sem rekinn var í júlí aðeins tíu dögum eftir að hann tók við embættinu.
Í viðtali við fréttastöð ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, því fyrsta sem hann gefur síðan hann hætti störfum, segir hann fólk í Washington vinna gegn forsetanum. BBC greinir frá.