Reyna að henda Trump út úr Hvíta húsinu

Scaramucci tjáir sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn.
Scaramucci tjáir sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn. AFP

Fólk innan veggja Hvíta hússins vinnur að því að henda Donald Trump Bandaríkjaforseta þaðan út. Þetta segir Anthony Scaramucci, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, sem rekinn var í júlí aðeins tíu dögum eftir að hann tók við embættinu.

Í viðtali við fréttastöð ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, því fyrsta sem hann gefur síðan hann hætti störfum, segir hann fólk í Washington vinna gegn forsetanum. BBC greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert