Brjálaður vegna skorts á þýsku

Frjármálaráðherra Þýskalands segist vera brjálaður yfir því að starfsfólk veitingastaða …
Frjármálaráðherra Þýskalands segist vera brjálaður yfir því að starfsfólk veitingastaða í Berlín tali ekki þýsku. AFP

Ráðuneyt­is­stjóri fjár­málaráðuneyt­is Þýska­lands og sam­flokksmaður Ang­elu Merkel kansl­ara lands­ins kvartaði ný­lega yfir því að starfs­fólk veit­ingastaða í Berlín talaði ekki þýsku. 

„Það ger­ir mig brjálaðan að sum­ir þjón­ar í Berlín tala aðeins ensku,“ sagði Jens Spa­hn í viðtali við Neue Osna­brücker Zeit­ung og bætti við að þetta myndi aldrei viðgang­ast í Par­ís. Þetta kem­ur fram í frétt The Guar­di­an

Hann sagði að friðsam­leg sam­búð milli inn­fæddra og inn­flytj­enda í Þýskalandi byggðist á því að all­ir tali heima­tung­una. „Það er eitt­hvað sem við get­um og ætt­um að bú­ast við af hverj­um inn­flytj­enda.“

Auk­in ensku­notk­un veld­ur óánægju 

Kvört­un Spa­hn kem­ur í kjöl­far grein­ar í dag­blaðinu Tagesspieg­el þar sem höf­und­ur greindi frá heim­sókn sinni á veit­ingastað í vin­sælu hverfi í Berlín þar sem eng­inn af þeim fjór­um þjón­um sem unnu þar töluðu þýsku.

Þá skrifuðu þrír þing­menn mis­mun­andi flokka til kansl­ar­ans og rík­is­stjórn­ar­inn­ar í síðustu viku og fóru fram á að stutt yrði við notk­un þýsku í op­in­ber­um störf­um og inn­an stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins. Sögðu þeir að of mörg skjöl í Brus­sel væru aðeins aðgengi­leg á ensku og frönsku.

Stjórn­mála­kon­an Ramona Pop hef­ur hins veg­ar hvatt fyr­ir­tæki í Berlín til þess að bæta enskukunn­áttu sína. „Marg­ir gera sér ekki grein fyr­ir því enn að Berlín er einnig ensku­mæl­andi borg,“ sagði hún og bætti við að aukið tví­tyngi í borg­inni gefi Berlín visst for­skot á Par­ís.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert