Bitin í andlit af ókunnugum manni

Stúlkan hlaut varanlegt ör í andliti.
Stúlkan hlaut varanlegt ör í andliti.

Bresk unglingsstúlka hlaut varanlegt ör í andliti eftir að hafa verið bitin í kinnina af ókunnugum manni þegar hún gekk út af skemmtistað í suðvesturhluta London í síðasta mánuði. Sky fréttastofan greinir frá þessu.

Stúlkan, sem er 18 ára gömul, var að yfirgefa Pryzm skemmtistaðinn í Kingston um klukkan hálf fjögur eftir miðnætti þann 25. júlí síðastliðinn, þegar maðurinn réðst á hana.

Lögregla rannsakar nú málið og leitar upplýsinga um manninn. Er hann sagður hafa tekið konuna hálstaki og bitið hana í kinnina í kjölfarið. Var hún flutt á sjúkrahús eftir atvikið.

„Þetta var grimmileg árás sem skildi unga stúlku eftir með varanlegt ör. Við viljum án tafar finna þann sem ábyrgur,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Robert Wise í samtali við fréttastofuna.

„Það hljóta margir að hafa orðið vitni að þessari hræðilegu árás og ég vil biðla til þeirra sem hafa einhverjar upplýsingar að setja sig í samband við lögreglu.“

Hefur árásarmanninum verið lýst sem hvítum og ljóshærðum karlmanni. Enginn hefur verið handtekinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert