Þjóðarleiðtogar heimsins hafa fordæmt árásina í Barcelona í dag. Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, sagði í forgangi að huga að þeim slösuðu á meðan spænska konungsfjölskyldan kallaði árásarmennina launmorðingja og glæpamenn.
„Þetta eru launmorðingjar, glæpamenn sem munu ekki ógna okkur,“ sagði spænska konungsfjölskyldan í yfirlýsingu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdi árásina á Twitter og sagði að Bandaríkin myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að hjálpa.
The United States condemns the terror attack in Barcelona, Spain, and will do whatever is necessary to help. Be tough & strong, we love you!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2017
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, lýsti yfir samstöðu með Spáni. Bætti hann síðar við á spænsku: „Samstaða með Barcelona. Við stöndum við hlið ykkar.“
Solidaridad con #Barcelona. Estamos a su lado. 🇫🇷🇪🇸
— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) August 17, 2017
„Hugur minn er hjá fórnarlömbum árásarinnar í Barcelona í dag og þeim sem starfa á vettvangi. Bretland stendur með Spáni gegn hryðjuverkum,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands í kjölfar árásarinnar.
Skrifstofa Angelu Merkel Þýskalandskanslara sendi einnig samúðarkveðjur til allra fórnarlambanna í Barcelona í dag og sagði árásina „viðbjóðslega.“
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti til samstöðu í „ósveigjanlegri baráttu gegn hryðjuverkum.“ Þá hvatti forsætisráðherra Benjamin Netanyahu einnig til samstöðu gegn hryðjuverkum.
London stands with Barcelona against the evil of terrorism.
— Sadiq Khan (@SadiqKhan) August 17, 2017
Concerned and saddened by #Barcelona attack. Our thoughts are with those affected. Doing all we can to identify whether Brits need help.
— Boris Johnson (@BorisJohnson) August 17, 2017
Thoughts and prayers to #Barcelona
— Melania Trump (@FLOTUS) August 17, 2017
In tiefer Trauer sind wir bei den Opfern des widerwärtigen Anschlags in #Barcelona - in Solidarität + Freundschaft an d. Seite der Spanier.
— Steffen Seibert (@RegSprecher) August 17, 2017