Vilja halda í stytturnar

Stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna.
Stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna. AFP

Meiri­hluti Banda­ríkja­manna vill að stytt­ur og önn­ur minn­is­merki um Suður­rík­in verði lát­in standa áfram ef marka má niður­stöður nýrr­ar skoðana­könn­un­ar. Mik­il umræða hef­ur verið um málið í Banda­ríkj­un­um að und­an­förnu og hafa nokk­ur minn­is­merki um Suður­rík­in verið tekn­in niður í banda­rísk­um borg­um og eða þau skemmd.

Fram kem­ur í frétt AFP að 62% Banda­ríkja­manna vildu að minn­is­merk­in yrði lát­in standa áfram af sögu­leg­um ástæðum sam­an­borið við 27% sem vildu að þau væru fjar­lægð. þar af vildu 44% svartra Banda­ríkja­manna halda í minn­is­merk­in en 40% að þau yrðu tek­in niður.

Stuðning­ur á meðal Re­públi­kana við að halda í minn­is­merk­in er af­ger­andi en ein­ung­is 6% þeirra vilja fjar­lægja þau. Hins veg­ar vilja 44% Demó­krata halda í minn­is­merk­in vegna sög­unn­ar en 47% að þau verði fjar­lægð.

Sam­tals eru um 1500 minn­is­merki um Suður­rík­in í Banda­ríkj­un­um. Þá aðallega í suðaust­ur­hluta lands­ins. Suður­rík­in slitu sig frá Banda­ríkj­un­um árið 1861 sem leiddi til borg­ar­styrj­ald­ar lands­ins sem lauk með ósigri þeirra. Fjöldi gatna, skóla og op­in­berra bygg­inga er einnig kennd­ur við for­ystu­menn Suður­ríkj­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert