Valdameiri utan Hvíta hússins?

Steve Bannon.
Steve Bannon. AFP

Marg­ir telja að Steve Bannon, sem hætti sem einn helsti ráðgjafi Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta fyr­ir helgi, verði enn valda­meiri utan Hvíta húss­ins en hann var inn­an þess. Bannon sneri sama dag og hann lét af störf­um fyr­ir for­set­ann aft­ur til starfa hjá fréttamiðlin­um Breit­barts sem hann stýrði áður en hann hóf að vinna í Hvíta hús­inu.

Bannon sagði sjálf­ur þegar hann lét af störf­um að nú væri hann aft­ur kom­inn í sitt rétta um­hverfi og með vopn­in sín. Hann átti stór­an þátt í að móta þær áhersl­ur sem Trump notaði í kosn­inga­bar­átt­unni í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna á síðasta ári. Þar á meðal mik­il­vægi þess að vernda banda­rískt efna­hags­líf og draga úr straumi inn­flytj­enda.

Hins veg­ar var Bannon upp á kant við þá sem hafa verið hóf­sam­ari í innsta hring Trumps, einkum í fjöl­skyldu for­set­ans, sem nú hafa náð yf­ir­hönd­inni í sam­starfi við her­for­ingja sem hafa verið ráðnir í áhrifa­mik­il embætti til þess að koma stjórn á stöðu mála. Líkt og John Kelly sem fyrr á þessu ári tók við sem starfs­manna­stjóri Hvíta húss­in.

Bannon er sagður hafa í hyggj­ur að setja á fót sjórn­varps­stöð ekki síst í þeim til­gangi að koma höggi á and­stæðinga sína í innsta hring for­set­ans. Fram kem­ur á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að þar á meðal séu for­seta­dótt­ir­in Ivanka Trump, eig­inmaður henn­ar Jared Kus­hner og aðrir sem Bannon skil­greini sem Demó­krata.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka