Hækka framlög til lögreglu

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar. AFP

Fram­lög sænsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar til lög­reglu verða á næsta ári hækkuð um tvo millj­arða sænskra króna. Verða heild­ar­fram­lög­in þá alls 7,1 millj­arður sænskra króna, sem er hæsta fram­lag til lög­reglu á 21. öld­inni að því er fram kem­ur á vef sænska rík­is­sjón­varps­ins SVT.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi sem Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, og Morg­an Johans­son, dóms­málaráðherra lands­ins, héldu í Eskilstuna í dag. Þar sagði Löf­ven að um væri að ræða viðleitni til að auka ör­yggi vegna ný­legra skotárása víða um landið.

„Þetta skap­ar hræðilegt óör­yggi fyr­ir fólk í þess­um íbúðar­hverf­um. Það er ekki ásætt­an­legt, við verðum að tak­ast á við vand­ann rétt,“ sagði for­sæt­is­ráðherr­ann. Bætti hann við að marg­ar saka­mál­a­rann­sókn­ir væru felld­ar niður og á sum­um stöðum furðaði fólk sig á því ef lög­regl­an kæmi yfir höfuð ef það hringdi. 

Lena Nitz, formaður fé­lags lög­reglu­manna í land­inu, sagði í frétta­til­kynn­ingu að um nauðsyn­legt fram­lag væri að ræða. Lög­reglu­menn hefðu lengi beðið eft­ir því að rík­is­stjórn­in brygðist við skorti á fjár­magni í stétt­inni.

Sagði hún jafn­framt að sú staðreynd að rík­is­stjórn­in hygðist bæta sam­starf við lög­reglu­yf­ir­völd væri mjög mik­il­væg. Nitz fagnaði því einnig að hægt yrði að hækka laun lög­reglu­manna með auknu fjár­magni.

Fimm særðust í skotárás í Hol­ma-hverf­inu í Mal­mö í síðasta mánuði. Tengd­ist árás­in skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, en í skýrslu lög­regl­unn­ar um hættu­leg svæði í Svíþjóð er Hol­ma-hverfið skráð sem hættu­legt. Ítrekað hef­ur komið til átaka í Mal­mö und­an­far­in ár en í fyrra lét­ust 11 í skotárás­um í borg­inni. Talið er að um 200 manns teng­ist skipu­lagðri glæp­a­starf­semi þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert