Ekki hryðjuverk í Marseille

Tæknideild lögreglunnar að störfum í Marseille.
Tæknideild lögreglunnar að störfum í Marseille. AFP

Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða þegar maður ók á miklum hraða á fólk sem beið eftir strætisvagni á tveimur biðstöðvum í frönsku hafnarborginni Marseille í morgun.

Maðurinn sem ók bifreiðinni er í haldi lögreglu en hann var handtekinn við gömlu höfnina í miðborginni. 

Kona á fimmtugsaldri lést þegar bifreið var ekið á miklum hraða á hana þar sem hún beið eftir strætisvagni í 11. hverfi. Skömmu áður hafði hann ekið á og slasað alvarlega aðra manneskju á biðstöð í 13. hverfi borgarinnar um níuleytið að staðartíma. 

Frá Marseille í morgun.
Frá Marseille í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert