„Ég fékk gæsahúð“

Trump og Hillary Clinton í kappræðunum.
Trump og Hillary Clinton í kappræðunum. AFP

Hillary Clinton íhugaði að segja Donald Trump til syndanna í einni af kappræðum þeirra fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust. Hún bætir við að hún hafi fengið gæsahúð þegar Trump réðst inn á persónulegt svæði hennar.

Clinton ræddi í viðtali í morgun hversu óþægilegt sé hafi þótt að deila sviði með verðandi forseta einungis tveimur dögum eftir að ummæli Trump um að „grípa í pík­una á þeim“ komu upp á yfirborðið.

„Ég hugsaði með mér að þetta væri ekki í lagi,“ skrifar Clinton í væntanlegri bók. „Þetta voru aðrar kappræðurnar og Trump var alltaf fyrir aftan mig. Tveimur dögum áður heyrði heimurinn hann monta sig af því hvernig hann greip í konur,“ skrifar Clinton.

„Við vorum á litlu sviði og hvert sem ég gekk þá fylgdist hann vel með mér, starði á mig og sýndi ýmis svipbrigði. Þetta var ótrúlega óþægilegt en hann andaði bókstaflega niður hálsmálið hjá mér. Ég fékk gæsahúð,“ bætti hún við.

Clinton skrifar enn fremur að hún hefði viljað stöðva augnablikið og spyrja fólk hvað það myndi gera í hennar stöðu. „Á maður að halda ró sinni, brosa og halda áfram eins og hann sé ekki stöðugt að ráðst inn á þitt svæði? Eða á maður að snúa sér við, horfa í augun á honum og segja: „Láttu mig vera viðrini, farðu frá mér! Ég veit að þú elskar að hræða konur en ég hræðist ekki.“.“

Hún kveðst hafa ákveðið að halda ró sinni en til þess hafi hún þurft að bíta í tunguna á sér.

Frétt Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert