Múrinn rís hvað sem það kostar

Donald Trump á fundinum í gærkvöldi.
Donald Trump á fundinum í gærkvöldi. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, ýjaði að því að hann sé til­bú­inn til að hætta á að fjár­lög verði ekki samþykkt þannig að starf­semi mik­il­vægra rík­is­stofn­ana stöðvist ef það er það sem þurfi til að byggja múr á landa­mær­um Mexí­kó.

Þetta kom fram í máli for­set­ans þegar hann ávarpaði stuðnings­menn sína í Phoen­ix, Arizona, í gær­kvöldi. Trump sak­ar and­stæðinga sína, demó­krata, um málþóf í þing­inu. Ekki vandaði hann fjöl­miðlum held­ur kveðjuna og sakaði þá um að veita öfga­hóp­um til hægri vett­vang fyr­ir skoðanir sín­ar. 

Að sögn for­set­ans mun hann vænt­an­lega enda með því að binda endi á Nafta-samn­ing­inn, viðskipta­samn­ing Banda­ríkj­anna, Mexí­kó og Kan­ada.

Í ræðu sinni virt­ist Trump vongóður um að draga myndi úr spennu milli Norður-Kór­eu og Banda­ríkj­anna og seg­ist virða leiðtoga Norður-Kór­eu, Kim Jong-un, fyr­ir að vera byrjaður að virða Banda­rík­in. „Og jafn­vel – senni­lega ekki, en jafn­vel – get­ur eitt­hvað já­kvætt komið út úr þessu,“ seg­ir Trump í ræðu sinni.

Stuðnings­menn Trump fögnuðu mjög ræðunni en á sama tíma safnaðist fólk sam­an fyr­ir utan og mót­mælti.

Lögregla beitti táragasi á mótmælendur.
Lög­regla beitti tára­gasi á mót­mæl­end­ur. AFP
AFP
Mótmælt fyrir utan fundinn.
Mót­mælt fyr­ir utan fund­inn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka