Múrinn rís hvað sem það kostar

Donald Trump á fundinum í gærkvöldi.
Donald Trump á fundinum í gærkvöldi. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því að hann sé tilbúinn til að hætta á að fjárlög verði ekki samþykkt þannig að starfsemi mikilvægra ríkisstofnana stöðvist ef það er það sem þurfi til að byggja múr á landamærum Mexíkó.

Þetta kom fram í máli forsetans þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Phoenix, Arizona, í gærkvöldi. Trump sakar andstæðinga sína, demókrata, um málþóf í þinginu. Ekki vandaði hann fjölmiðlum heldur kveðjuna og sakaði þá um að veita öfgahópum til hægri vettvang fyrir skoðanir sínar. 

Að sögn forsetans mun hann væntanlega enda með því að binda endi á Nafta-samninginn, viðskiptasamning Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada.

Í ræðu sinni virtist Trump vongóður um að draga myndi úr spennu milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna og segist virða leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, fyrir að vera byrjaður að virða Bandaríkin. „Og jafnvel – sennilega ekki, en jafnvel – getur eitthvað jákvætt komið út úr þessu,“ segir Trump í ræðu sinni.

Stuðningsmenn Trump fögnuðu mjög ræðunni en á sama tíma safnaðist fólk saman fyrir utan og mótmælti.

Lögregla beitti táragasi á mótmælendur.
Lögregla beitti táragasi á mótmælendur. AFP
AFP
Mótmælt fyrir utan fundinn.
Mótmælt fyrir utan fundinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka