Talaði um „sjúka“ fjölmiðlamenn

Donald Trump Bandaríkjaforseti á fundinum með stuðningsmönnum sínum í Phoenix …
Donald Trump Bandaríkjaforseti á fundinum með stuðningsmönnum sínum í Phoenix í gær. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti varði viðbrögð sín við of­beldi hvítra kynþátta­hat­ara í Char­lottesville í Virg­in­íu-ríki í Banda­ríkj­un­um fyrr í þess­um mánuði í ræðu sem hann flutti í Phoen­ix í Arizona-ríki í gær á fundi með stuðnings­mönn­um sín­um og for­dæmdi enn frem­ur óheiðarlega um­fjöll­un fjöl­miðla um þau.

For­set­inn var harðlega gagn­rýnd­ur fyr­ir viðbrögð sín sem sner­ust einkum um að of­beldið hefði verið báðum fylk­ing­un­um sem laust sam­an í Char­lottesville, kynþátta­höt­ur­un­um og þeim sem mættu til þess að mót­mæla þeim, að kenna. Trump var einnig gagn­rýnd­ur bæði úr röðum Re­públi­kana og Demó­krata fyr­ir að for­dæma of­beldið aðeins seint og um síðir.

AFP

„Hinir mjög svo óheiðarlegu fjöl­miðlar, og ég á þar við virki­lega óheiðarlegt fjöl­miðlafólk og hina fölsku fjöl­miðla, það skáld­ar frétt­ir. Það hef­ur eng­ar heim­ild­ir í mörg­um til­fell­um. Það tal­ar um að heim­ild­ar­menn segi eitt­hvað – en það er engu slíku fyr­ir að fara,“ sagði hann.

For­set­inn sagði þessa fjöl­miðla ekki segja frá staðreynd­um. „Rétt eins og þeir vilja ekki segja frá því að ég hafi talað af krafti gegn hatri, þröng­sýni og of­beldi og for­dæmt harðlega nýnas­ista, hvíta kynþátta­hat­ara og Ku Klux Klan.“

Fram kem­ur í frétt AFP að Trump hafi varið um hálf­tíma af 78 mín­útna ræðu til þess að ræða um „sjúka fólkið“ í fjöl­miðlaheim­in­um.

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert