10 ára dómur fyrir falskar nauðgunarkærur

Jemma Beale sakaði níu menn um að hafa nauðgað sér …
Jemma Beale sakaði níu menn um að hafa nauðgað sér og sex aðra um að hafa misþyrmt sér kynferðislega. Ljósmynd/Lundúna lögreglan

Kona nokk­ur í Bretlandi sem sakaði 15 menn rang­lega um að hafa misþyrmt sér kyn­ferðis­lega var í dag dæmd í 10 ára fang­elsi fyr­ir ásak­an­irn­ar. Kon­an, Jemma Beale, sakaði níu menn um að hafa nauðgað sér og sex aðra um að hafa misþyrmt sér kyn­ferðis­lega.

Beale lagði fram fjór­ar kær­ur á  þriggja ára tíma­bili. All­ir menn­irn­ir 15 voru henni ókunn­ug­ir, að sögn frétta­vefjar BBC, en ein ákær­an leiddi til þess að maður var dæmd­ur til sjö ára fang­elsis­vist­ar.

Úrsk­urðaði dóm­stóll­inn Beale seka um mein­særi og fyr­ir að hindra fram­gang rétt­vís­inn­ar og dæmdi hana seka til 10 ára fang­elsis­vist­ar.

„Þessi rétt­ar­höld hafa leitt í ljós, hafi það ekki verið aug­ljóst fyr­ir, að þú er mjög svo sann­fær­andi lyg­ari og að þú nýt­ur þess að litið sé á þig sem fórn­ar­lamb,“ sagði dóm­ar­inn Nicholas Loraine-Smith.

„Þessi brot byrjuðu venju­lega sem ölv­un­ar­tilraun til að öðlast samúð maka, eða til að vekja af­brýðisemi hjá henni,“ bætti hann við. „All­ar byrjuðu þær á hvat­vís­an hátt, en það sem er ein­stak­lega óhugn­an­legt er hversu staðföst þú varst í ásök­un­um sem þú viss­ir að væru rang­ar.“

Sak­sókn­ar­inn Madeleine Wol­fe sagði rétt­in­um að lög­regla hefði eytt  6.400 stund­um í að rann­saka lyg­ar Beale og að kostnaður­inn við rann­sókn­ina hlypi á hundruð þúsunda punda.

„Mál eins og þetta fela í sér raun­veru­lega hættu á að kona sem hef­ur verið mis­notuð kyn­ferðis­lega kæri það ekki til lög­reglu af ótta við að henni verði ekki trúað,“ sagði Wol­fe.

„Falsk­ar ásak­an­ir eru lík­leg­ar til að hafa þau öf­ug­snúnu áhrif að auka lík­urn­ar á að sek­ir menn gangi laus­ir.

Mahad Cassim, sem dæmd­ur var til 7 ára fang­elsis­vist­ar vegna nauðgun­ar­kæru Beale sagði rétt­in­um að kær­an hefði haft mik­il áhrif á líf sitt.

Þá full­yrti Beale að Noam Shahzad hefði þuklað á sér á pöbb í júlí 2012. Hann og fleiri hefðu síðan nauðgað sér og olli hún sjálfri sér meiðslum með gadda­vír til að styðja ásök­un sína.

Árið eft­ir lagði hún fram sam­bæri­leg­ar kær­ur á hend­ur sex öðrum mönn­um. Tvo þeirra sagði hún hafa áreitt sig kyn­ferðis­lega og að hún hefði verið fórn­ar­lamb hópnauðgun­ar fjög­urra manna tveim­ur mánuðum síðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert