Hugleiðir að fjarlægja styttuna af Kólumbusi

Styttan af landkönnuðinum Kristófer Kólumbusi á Columbus Circle í New …
Styttan af landkönnuðinum Kristófer Kólumbusi á Columbus Circle í New York er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Borgaryfirvöld hugleiða nú að fjarlægja hana. AFP

Bill de Blas­io, borg­ar­stjóri New York, seg­ir að svo kunni að fara að hann láti fjar­lægja stytt­una af Kristó­fer Kól­umbusi. Ástæðuna seg­ir de Blas­io vera þá miklu nafla­skoðun sem nú eigi sér stað hjá Banda­ríkja­mönn­um varðandi minn­is­merki frá tím­um þræla­stríðsins.

Stytt­an er miðpunkt­ur Col­umbus Circle og var búin til árið 1892 til að minn­ast þess að 400 ár væru frá því að Kól­umbus kom til Banda­ríkj­anna.

Emb­ætt­is­menn í nokkr­um borg­um Banda­ríkj­anna hafa lagt til að fjar­lægja eigi stytt­ur af Kól­umbusi, vegna þeirra hrotta­legu meðferðar sem frum­byggj­ar lands­ins sættu af land­könnuðinum og hans fólki.

Stytt­an á Col­umbus Circle er vin­sæll viðkomu­staður ferðamanna í New York og er nú eitt þeirra minn­is­merkja sem borg­ar­yf­ir­völd velta fyr­ir sér að fjar­lægja sem „tákn­mynd hat­urs“.

„Við verðum að skoða alls staðar,“ sagði de Blas­io í kapp­ræðum við fram­bjóðanda demó­krata um borg­ar­stjóra­embættið á CBS sjón­varps­stöðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert