Að minnsta kosti tólf manns eru látnir eftir að mikil mótmæli brutust út í norðurhluta Indlands vegna dóms sem vinsæll trúarleiðtogi hlaut fyrir nauðgun.
Talið er að fórnarlömbin hafi verið fylgismenn gúrúsins Ram Rahim Singh, sem var fundinn sekur um að hafa nauðgað tveimur konum árið 2002.
Reiðir stuðningsmenn Singh hafa framið ýmis skemmdaverk, auk þess sem eldur hefur verið kveiktur á tveimur lestarstöðvum, samvæmt frétt BBC.
Singh, sem segist eiga 60 milljónir fylgismanna, var fundinn sekur um að hafa nauðgað konunum í höfuðstöðvum safnaðar síns. Yfir 200 þúsund af fylgismönnum hans söfnuðust saman í og við borgina Chandigarh áður en dómurinn var kveðinn upp.
Þúsundir hermanna og lögreglumanna hafa verið sendir til borgarinnar Panchkula þar sem táragasi og brunaslöngum hefur verið beitt til að hafa stjórn á mótmælendum.
Singh hefur komið fram á rokktónleikum, leikið í kvikmyndum og einnig selur hann matvörur í sínu nafni.
Popular Indian guru Gurmeet Ram Rahim Singh convicted of rape, sentencing set for Monday https://t.co/mx4JDxkBxV
— BBC Breaking News (@BBCBreaking) August 25, 2017