Hátt í milljón vill yfirgefa Bretland

Fólk hefur ólíka sýn á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Fólk hefur ólíka sýn á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. mbl.is/Golli

Hátt í milljón borgara Evrópusambandsins sem vinna í Bretlandi hafa annaðhvort íhugað að yfirgefa landið eða hafa þegar gert upp hug sinn um að fara. Ástæðan er fyrirhuguð útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. 

Þetta kemur fram í rannsókn sem fréttavefur The Guardian greinir frá. 

Niðurstöður könnunar með 2.000 þátttakendum sem voru allir starfandi í Bretlandi sýna að 49% þeirra sem hafa framhaldsgráðu á háskólastigi og 55% þeirra sem hafa doktorsgráðu íhuga að yfirgefa landið. 

Samkvæmt niðurstöðunum er metið að 3,1% af vinnuafli Bretlands sjái framtíð sína í landinu hanga á bláþræði. Algengasta ástæðan sem svarendur gáfu upp var að þeim fyndist þeir „ekki jafnvelkomnir“ eftir Brexit og að þeir væru „fylgjandi Evrópusamvinnu en mótfallnir Brexit“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert