Merkel sér ekki eftir neinu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist myndu taka sömu ákvarðanir í …
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist myndu taka sömu ákvarðanir í dag. AFP

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, seg­ist ekki sjá eft­ir þeirri ákvörðun sinni að opna landa­mæri Þýska­lands fyr­ir hundruðum þúsunda flótta­manna árið 2015. Í viðtal við þýska dag­blaðið Welt am Sonntag hafnaði Merkel því al­farið að þetta hefðu verið mis­tök, jafn­vel þó að koma rúm­lega millj­ón flótta­manna frá Sýr­landi og Írak til lands­ins á sl. tveim­ur árum hafi haft nei­kvæð áhrif á fylgi kristi­legra demó­krata.

Fjór­ar vik­ur eru nú þar til Þjóðverj­ar ganga til þing­kosn­inga og skoðana­könn­un sem Emnid fram­kvæmdi og birt var í dag bend­ir til þess að flokk­ur Merkel njóti stuðnings 38% aðspurðra, sem er 15 pró­sentu­stig­um meira en Sósí­al­demó­krat­ar.

Reu­ters seg­ir þetta vissu­lega vera fylgisaukn­ingu frá því í fe­brú­ar þegar fylgi flokks­ins mæld­ist 32% en þó minna en í kosn­ing­un­um 2013, þegar kristi­leg­ir demó­krat­ar hlutu 41,5% fylgi.

„Ég myndi taka all­ar mik­il­væg­ar ákv­arðanir sem ég tók 2015 á sama hátt aft­ur,“ sagði Merkel. „Þetta var óvenju­legt ástand og ég byggði ákv­arðanir mín­ar á því sem ég taldi rétt frá sjón­ar­miði stjórn­mála og mann­rétt­inda,“ út­skýrði hún.

„Svona staða kem­ur upp ein­stöku sinn­um í sögu þjóðar. Þá verður þjóðarleiðtogi að breg­ast við og ég gerði það.“

Sú ákvörðun Merkel að opna land­mær­in jók stuðning við hægri öfga­flokk­inn AfD, sem skoðanakann­an­ir benda til að kunni að bæta fylgi sitt um 10% í kosn­ing­un­um í næsta mánuði.

Gagn­rýn­end­ur Merkel hafa held­ur ekki legið á skoðunum sín­um varðandi opn­un landa­mær­anna, en fylgi henn­ar og flokks­ins hef­ur þó styrkst á ný und­an­farna mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert