Trump vill leyfa sölu hergagna til lögreglu

Donald Trump Bandaríkjaforseti er reiðubúinn að samþykka umdeilda sölu á …
Donald Trump Bandaríkjaforseti er reiðubúinn að samþykka umdeilda sölu á herbúnaði, m.a. rifflum og brynvörðum farartækjum, til lögregluumdæma í Bandaríkjunum. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti er reiðubúinn að samþykka umdeilda sölu á herbúnaði, m.a. rifflum og brynvörðum farartækjum, til lögregluumdæma í Bandaríkjunum.

Talsmenn Hvíta hússins greindu frá þessu í dag, en með þessu mun Trump fella úr gildi bann sem tók gildi í forsetatíð Barack Obama.

AFP-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum sem þekkja til áætlunarinnar að Trump muni byrja að nýju að senda herbúnað til lögreglusveita.

Herbúnaður sem metinn er á um 5,4 milljarða dollara var sendur til bandarískra lögregluumdæma yfir 25 ára tímabil, sem gagnrýnendur segja að hafi leitt til vígbúnaðarkapphlaups á götum bandarískra borga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert