„Allir valkostir“ uppi á borðum

Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump yfirgáfu Hvíta húsið …
Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump yfirgáfu Hvíta húsið í dag til að heimsækja Texas, þar sem fellibylurinn Harvey hefur valdið miklum skaða. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur varað við því að „all­ir val­kost­ir“ séu uppi á borðum eft­ir að stjórn­völd í Norður-Kór­eu skutu eld­flaug yfir Jap­an. Um­mæli for­set­ans þykja gefa til kynna að yf­ir­völd vest­an­hafs hafi ekki úti­lokað að grípa til hernaðaraðgerða.

Eld­flauga­skotið er til marks um enn frek­ari stig­mögn­un deiln­anna milli Norður-Kór­eu og alþjóðasam­fé­lags­ins um kjarn­orku­áætlun fyrr­nefnda. Norðurkór­esk stjórn­völd hafa rétt­lætt til­rauna­skotið sem ákveðið viðbragð við „ögr­un“ af hálfu Banda­ríkja­manna, sem hafa ít­rekað kallað eft­ir því að aðilar setj­ist aft­ur að samn­inga­borðinu.

Haft var eft­ir Trump í til­kynn­ingu frá Hvíta hús­inu að ógn­andi til­b­urðir norðurkór­eskra stjórn­valda yrðu aðeins til þess að ein­angra þau enn frek­ar. Sagði for­set­inn að heim­ur­inn hefði mót­tekið skila­boð stjórn­ar Norður-Kór­eu, sem hefði sýnt fyr­ir­litn­ingu í garð ná­granna lands­ins, aðild­ar­ríkja Sam­einuðu þjóðanna og lág­marks­viðmiða um ásætt­an­lega hegðun á alþjóðasviðinu.

For­set­inn hef­ur áður hótað „eldi og reiði“ í tengsl­um við eld­flauga­tilraun­ir Norður-Kór­eu.

Nýj­asta út­spil þarlendra stjórn­valda hef­ur verið gagn­rýnt út um all­an heim en Shinzo Abe, for­sæt­is­ráðherra Jap­an, sagði um að ræða for­dæma­lausa og al­var­lega ógn­un. Þá hef­ur ör­ygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna verið boðað til neyðar­fund­ar vegna máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert