Segir Tyrki fjarlægjast Evrópu hratt

Jean-Claude Juncker flytur ræðu í Úkraínu fyrr í sumar.
Jean-Claude Juncker flytur ræðu í Úkraínu fyrr í sumar. AFP

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að það sé við Tyrki að sakast að viðræður þjóðarinnar um að ganga í ESB hafi ekki borið árangur.  

Hann segir Tyrki vera að hörfa hratt frá Evrópu.

„Tyrkir eru að fjarlægjast Evrópu í stórum skrefum,“ sagði Juncker á árlegri ráðstefnu í Brussel.

Hann bætti við að það væri undir forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, komið að óska opinberlega eftir því að Tyrkir hætti viðræðum um inngöngu í ESB.

Samskipti ESB-ríkja og Tyrklands versnuðu fyrr á árinu eftir að tyrkneskum ráðherrum var meinað að halda kosningafundi í Evrópu vegna stjórnarskrárkosninga í Tyrklandi.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert